Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. apríl. 2010 08:01

Grímnir sýnir „Láttu ekki deigan síga Guðmundur“

Þessa dagana eru félagar í Leikfélaginu Grímni í Stykkishólmi, undir stjórn Guðjóns Sigvaldason leikstjóra, að leggja síðustu hönd á uppfærslu gamanleiksins „Láttu ekki deigan síga Guðmundur.“ Þær Hlín Agnarsdóttir og Edda Björgvinsdóttir sömdu leikritið fyrir nokkrum árum og síðan hefur það verið sýnt víða um land við miklar vinsældir. Að sögn Guðmundar Braga Kjartanssonar formanns Grímnis verður frumsýnt í félagsheimilinu Skyldi annað kvöld, föstudagskvöldið 16. apríl. Þetta er í fyrsta skipti í langan tíma að minnsta kosti sem leiksýning er sett á svið í Skyldi, félagaheimili Helgafellssveitar og nágrennis. Sýningin á „Guðmundi“ verður reyndar þvert á sviðinu í Skyldi vegna umfangs sýningarinnar og lítils leiksviðs, en alls eru leikararnir 18 talsins og því til viðbótar nokkrir sem taka þátt í uppsetningu á sýningunni.

Í önnur hús var ekki að venda, þar sem leikfélagsfólk í Hólminum taldi sig ekki lengur geta gengið á velvilja forráðamanna Hótels Stykkishólms þar sem Grímnir hefur sýnt til þessa.

 

Guðmundur formaður, sem reyndar er einnig í hlutverki Guðmundar eldri í sýningunni, segir að æfingar hafi staðið yfir frá því í janúar og gengið á ýmsu þennan tíma, þar sem að leikarar hafi þurft að sinna kvöldvinnu og ýmislegt annað orðið til að tefja. „Þetta er trúlega ein erfiðasta fæðing á leiksýningu. Ég leikstýrði framan af og síðan kom Guðjón til okkar í lok mars og það verður áreiðanlega mjög fagmannleg útkoma þegar komið verður að frumsýningunni,“ segir Guðmundur.

 

Með aðalhlutverkið í sýningunni, hlutverk Guðmundar yngri fer Axel Sigurðsson. Mikil tónlist er í sýningunni en alls koma að henni liðlega 30 manns. Guðmundur Bragi Kjartansson segir að trúlega séu um 80 sæti fyrir leikhúsgesti í Skildi og reynt verði að sýna nokkuð þétt á eftir frumsýningunni, sýningar verði ekki dregnar á langinn.

 

Á myndinni eru Guðrún Magnea og Axel Sigurðsson í hlutverkum sínum í „Láttu ekki deigan síga Guðmundur.“ Ljósm. Ólafur Ingi.

Villur í frétt.....
- 18.4.2010 20:53:28 Hvar er þessi skyldi og félagsheimili Helgafellssveitar og nágrennis? Veit bara um Félagsheimilið Skjöld (þgf beygist Skildi) og er félagsheimili fyrir íbúa Helgafellssveitar. Annars er þetta frábært leikrit og hvet ég alla til að fara á það :)
Guðmundur Karl Magnússon
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is