14. apríl. 2010 11:01
Rafmagnslaust verður í Búðardal aðfaranótt fimmtudags 15. apríl frá kl. 00:30 til 03:30 vegna vinnu í Rafstöð við Miðbraut. Í tilkynningu frá Rarik Vesturlandi kemur fram að um er að ræða göturnar Miðbraut, Borgarbraut, Dalbraut, Gunnarsbraut og Vesturbraut. “Hafið ekki viðkvæm raftæki í notkun þegar rafmagnið fer af og munið að endurstilla öll tímastillt raftæki sem kunna að hafa breytt sér. Rarik biðst velvirðingar á þeirri röskun sem rafmagnsleysið hefur í för með sér fyrir notendur,” segir í tilkynningu.