15. apríl. 2010 01:21
 |
Þessar bækur þurftu að víkja af toppsölulistanum fyrir nýjasta krimmanum; rannsóknarskýrslunni. |
Ákveðið hefur verið að endurprenta skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis þar sem skýrslan er uppseld í mörgum bókaverslunum. Prentuð verða 2000 viðbótareintök og er þess vænst að hin nýja prentun skýrslunnar verði komin í verslanir nk. laugardag, segir í tilkynningu frá skrifstofu Alþingis. Í heildarlista yfir metsölubækur Eymundsson í síðustu viku var skýrslan í fyrsta sæti, jafnvel þó einungis hafi verið um forsölu að ræða. Í næstu fjórum sætum metsölulistans koma síðan spennusagnakiljur frá bókaforlaginu Uppheimum á Akranesi.