16. apríl. 2010 12:01
 |
Stofnfundarfélagar. Ljósm. Sigr. Jóh.d. |
Í gær var stofnfundur Félags ungra bænda á Vesturlandi og Vestfjörðum haldinn á Mótel Venus í Hafnarskógi. Félagið verður sjálfstæð deild innan Samtaka ungra bænda á landsvísu, en stofnfundur þeirra var í Búðardal á síðasta ári. Aðildarfélög ungra bænda eiga fulltrúa á aðalfundum Samtakanna og verður fyrsti aðalfundur þeirra einmitt haldinn um næstu helgi í Mývatnssveit. Á stofnfundinum voru samþykkt lög félagsins, kosið í stjórn og rætt um ýmis hagsmunamál ungra bænda í dag. Til stóð að varaformaður Félags ungra bænda myndi ávarpa fundinn en hann var tepptur austan Markarfljótsaura og kom því ekki. Í fyrstu stjórn Félags ungra bænda á Vesturlandi voru kosin:
Kjartan Guðjónsson Síðumúlaveggjum, Hrönn Jónsdóttir Lundi, Birta Berg Gullberastöðum, Arnþór Pálsson Signýjarstöðum, Gunnar Guðbjartsson Hjarðarfelli, Steinar Benónýsson Akranesi, Christine Sarah Arndt Skörðum og Þorvaldur Árnason Skarði. Stjórnin skiptir með sér verkum.