Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. apríl. 2010 12:01

Stofnfundur Félags ungra bænda á Vesturlandi

Stofnfundarfélagar. Ljósm. Sigr. Jóh.d.
Í gær var stofnfundur Félags ungra bænda á Vesturlandi og Vestfjörðum haldinn á Mótel Venus í Hafnarskógi. Félagið verður sjálfstæð deild innan Samtaka ungra bænda á landsvísu, en stofnfundur þeirra var í Búðardal á síðasta ári. Aðildarfélög ungra bænda eiga fulltrúa á aðalfundum Samtakanna og verður fyrsti aðalfundur þeirra einmitt haldinn um næstu helgi í Mývatnssveit.  Á stofnfundinum voru samþykkt lög félagsins, kosið í stjórn og rætt um ýmis hagsmunamál ungra bænda í dag. Til stóð að varaformaður Félags ungra bænda myndi ávarpa fundinn en hann var tepptur austan Markarfljótsaura og kom því ekki. Í fyrstu stjórn Félags ungra bænda á Vesturlandi voru kosin:

Kjartan Guðjónsson Síðumúlaveggjum, Hrönn Jónsdóttir Lundi, Birta Berg Gullberastöðum, Arnþór Pálsson Signýjarstöðum, Gunnar Guðbjartsson Hjarðarfelli, Steinar Benónýsson Akranesi, Christine Sarah Arndt Skörðum og Þorvaldur Árnason Skarði. Stjórnin skiptir með sér verkum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is