16. apríl. 2010 03:01
Handverkshópur sem nefnir sig Skraddaralýs mun halda sýningu á verkum sínum næstkomandi fimmtudag, sumardaginn fyrsta þann 22. apríl, í Félagsheimilinu Fannahlíð í Hvalfjarðarsveit. Skraddaralýs eru bútasaumsklúbbur sem starfað hefur um nokkuð skeið. Sýningin mun standa yfir frá klukkan 10-18. Skraddaralýsnar verða með bútalegar smávörur til sölu en kaffi og sætubita má kaupa á staðnum fyrir 500 krónur. Þá mun Kristrún í Quiltbúðinni verðar með vörur til sölu á staðnum. “Gerið ykkur glaðan dag og njótið samverustundar með okkur,” segir í tilkynningu frá Skraddaralúsum.