19. apríl. 2010 10:02
Norðurál og Elkem Íslandi á Grundartanga hafa boðað til kynningarfundar fyrir almenning um umhverfismál stóriðjuveranna og framleiðslu þeirra. Verður kynningin á morgun, þriðjudag, á Hótel Glymi í Hvalfirði og stendur frá kl. 13:00 til 20:30. Þar verður hægt að fræðast um niðurstöður mengunarvarna og umhverfisvöktunar. Klukkan 13:30 verður fyrirlestur Jóhönnu Bjarkar Weisshappel frá Mannviti en hún mun kynna niðurstöður umhverfisvöktunar í Hvalfirði. Hún mun kynna niðurstöður á mælingum í andrúmslofti, ferskvatni, gróðri og sauðfé. Sömu niðurstöður verða einnig kynntar á veggspjöldum og skýrslan í heild verður aðgengileg á heimasíðum félaganna.