Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Laugardagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. apríl. 2010 12:02

Ungur Borgfirðingur hlýtur hugvitsstyrk

Síðastliðinn fimmtudag var afhentur styrkur frá fyrirtækinu Hugviti til nemenda sem stundar raunvísindanám við Háskólann á Akureyri. Styrkinn að þessu sinni hlaut Ketill Gauti Árnason, nemandi í líftækni. Ketill Gauti er frá Þorgautsstöðum í Hvítársíðu en hann stundaði grunnskólanám sitt í Varmalandsskóla, framhaldsskólanám við Fjölbrautskóla Vesturlands og er nú á fyrsta ári á viðskipta- og raungreinabraut HA. Ketill Gauti fékk peningastyrk að launum, að upphæð 500.000 krónur. Við úthlutun var litið til árangurs hans í raungreinum í framhaldsskóla sem og árangurs á fyrsta misseri við Háskólans á Akureyri.

Styrkur sem þessi er afar þýðingarmikill fyrir unga stúdenta og segist Ketill Gauti þakklátur fyrir hann. Hann segir styrk sem þennan endurspegla að það borgi sig að leggja sig allan fram um námið. „Þetta er mikil hvatning fyrir mig til að halda áfram að stunda námið af kappi en það eru nokkrar greinar innan líftækninnar sem heilla mig eins og erfðafræðin og iðnaðarlíftækni, svo verður maður bara að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér,“ segir Ketill Gauti.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is