Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Sunnudagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. apríl. 2010 08:04

Skipin landa kolmunna á Akranesi

Skip HB Granda landa þessa vikuna kolmunna til vinnslu í mjölverksmiðunni á Akranesi og þessa dagana sem kolmunninn berst vottar fyrir „nettri peningalykt“ í bænum. Ingunn AK landaði fyrir helgina tæplega 2000 tonnum, sem var fullfermi. Faxi kom um hádegið á mánudag með 1350 tonn og Lundey um kvöldið með 1300 tonn. Mest af kolmunnanum hefur verið landað á Akranesi. Tveir skipsfarmar úr næstsíðustu veiðiferð Faxa og Lundeyjar var landað á Vopnafirði, rúmlega 3000 tonnum. Eftir er nú að veiða um 6000 tonn af 18 þúsund tonna kolmunnakvóta HB Granda.

 

 

 

Guðmundur Hannesson verksmiðjustjóri á Akranesi sagði að skipin væru nú að veiða í færeysku lögsögunni nálægt þeirri skosku og siglingin á Skagann væri um 500 mílur. „Þetta passar vel fyrir okkur. Við vorum að enda við að vinna úr Ingunni í nótt og allt orðið klárt þegar Faxi kemur um hádegið. Það verður nóg að gera hjá okkur þessa vikuna og svona viljum við hafa það,“ sagði Guðmundur í samtali við Skessuhorn í gærmorgun. Aðspurður sagði Guðmundur að fimm menn væru á sitthvorri vaktinni og síðan svipaður fjöldi sem sæi um löndun úr skipunum.

 

Ingunn sigldi að lokinni löndun fyrir helgina til Reykjavíkur þar sem hún fer í slipp. Það mun því væntanlega koma í hlut skipsverja á Faxa og Lundeyjar að koma á land megninu af því sem eftir er að kolmunnakvótanum. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is