23. apríl. 2010 07:04
Sunnudaginn 25. apríl klukkan 15 verður opnun myndlistarsýningarinnar List án landamæra í Gallerý Brák, Brákarey í Borgarnesi. Opið verður til klukkan 19. Þar sýnir fjöldi listamanna ásamt gestalistarmönnum verk sem unnin eru í gler, svo sem sandblástur, mosaik og málun. Á opnunardaginn verður boðið upp á heitt kakó og vöfflur með rjóma.
Sýningin verður opin alla daga til 11. maí næstkomandi klukkan 13-15.
-fréttatilkynning