Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Laugardagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. apríl. 2010 02:07

Fundur í dag um atvinnumál á Akranesi

"Hið margumrædda ástand efnahagsmála á Íslandi, stundum kallað hrun, hefur haft sín áhrif á atvinnulífið á Akranesi eins og víðar. Á sumum sviðum eru afleiðingar hrunsins mun alvarlegri á Akranesi en víða annars staðar á landinu. Raunar má segja að atvinnulífið á Akranesi hafi orðið fyrir áföllum nokkru áður en umrætt hrun átti sér stað, einkum þegar HB Grandi dró mjög úr umsvifum sínum á Akranesi og erfiðleika tók að gæta í rekstri Sementsverksmiðjunnar, svo dæmi séu tekin," segir í tilkynningu frá Akranesstofu. Bæjarráð Akraness hefur skipað starfshópa um atvinnuuppbyggingu á Akranesi og hafa hóparnir nú starfað um nokkurra vikna skeið. Starfshópur um átak í atvinnumálum á Akranesi boðar nú til  fundar um atvinnumál í dag, föstudaginn 23. apríl kl. 16:00 til 19:00 í „Gamla Kaupfélaginu“ við Kirkjubraut á Akranesi.

Markmið fundarins er að skapa umræður um átak í atvinnuuppbyggingu á Akranesi, leggja áherslu á mikilvægi þess að hafa allar klær úti í tengslum við atvinnusköpun og  hvetja um leið atvinnurekendur og ráðamenn bæjarins til að verja a.m.k þau störf sem fyrir eru. Áhersla verður lögð á þátttöku fyrirtækjanna í bænum í atvinnuuppbyggingunni og jákvæða umræðu um þær hugmyndir sem fram koma til eflingar atvinnulífinu – og um leið mannlífinu á Akranesi.

 

Verkefni fundarins eru m.a.:  

 

Að upplýsa atvinnurekendur um stöðu mála varðandi atvinnuleysi, sumarvinnuþörf ungs fólks og opinberan stuðning við nýsköpun og atvinnuuppbyggingu.

Að kynna ráðningu starfsmanns á vegum Akraneskaupstaðar og Vinnumálastofnunar til stuðnings við  atvinnuátaksverkefni, ráðgjafar og upplýsingagjafar fyrir atvinnulífið á Akranesi.

Að kanna stöðu atvinnurekenda, heyra í mönnum hljóðið, fara yfir verkefni framundan og skoða möguleika á aukinni samvinnu atvinnurekanda á svæðinu. Sem dæmi má nefna sameiginleg innkaup á aðföngum, miðlun starfsmanna, möguleika á sameiginlegri markaðssetningu, námskeið, sameiginleg tilboð í verk, nýsköpun, þróunarmál o.s.frv..

 

Tilgangur fundarins er að skapa umræður um atvinnumál á Akranesi og fá stutt innlegg frá atvinnurekendum í mismunandi atvinnugreinum. Á fundinn mæta m.a. fulltrúar fyrirtækja á Grundartangasvæðinu, fulltrúar stofnana sveitarfélagsins og ríkisins, fulltrúar sjávarútvegs og matvælafyrirtækja, ferðaþjónustu, byggingariðnaðar, verslunar & þjónustu, nýsköpunar- og sprotafyrirtækja.

 

Gert er ráð fyrir pallborðsumræðum að loknum stuttum framsöguerindum frá ofangreindum aðilum. Einnig er stefnt að því að efna til hópa- og hugmyndastarfs þar sem ræddar verða ábendingar um aðgerðir sem m.a. miða að því að tryggja störfin sem nú þegar eru á svæðinu.

 

Fyrirtæki og þjónustuaðilar á Akranesi eru hvattir til að mæta á fundinn og taka þátt í mikilvægri umræðu um atvinnulífið á Akranesi. Þingmenn kjördæmisins og ráðherrar verða boðaðir til fundarins.

 

Dagskrá fundarins og nánari upplýsingar HÉR

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is