Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. apríl. 2010 05:11

Bætir við báti á grásleppuna

Keilir AK-4 er einn þeirra báta sem veitt hefur hvað best á yfirstandandi grásleppuvertíð, er nú kominn með hátt í 150 tunnur þegar langt er liðið á 60 daga veiðileyfistímann. Friðrik Magnússon eigandi Keilis hefur nú brugðið á það ráð að kaupa annan bát til veiðanna og nýta þannig veiðileyfi sem honum fylgir, en ekki má færa grásleppuveiðileyfi milli báta. Þetta er báturinn Prins Albert frá Keflavík sem nú verður gerður út frá Akranesi undir nafninu Ver AK-27. Friðrik á von á því að Ver fari til veiða um mánaðamótin, en þá verður örstutt í vertíðarlok hjá Keili.

 

 

 

„Ef ég hefði ekki gert þetta væri staðan þannig að ég þyrfti að segja upp tveimur mönnum um borð hjá mér og þeirra biði væntanlega að fara á atvinnuleysisbætur um miðjan maímánuð. Ég held að útséð sé með að við förum á skötusel eins og við höfum gert undanfarin vor, þannig að þetta er það sem ég veðjaði á þangað til standveiðarnar byrja. Kosturinn er líka að með þessu er ég að nýta betur veiðarfærin á grásleppuna.“

Friðrik er einn þeirra sem finnst ráðstöfun Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra varðandi skötuselinn óþörf og í raun til vansa. „Ég á von á því að svo margir sæki um skötuselskvótann að þetta verði bara smáslatti sem hver og einn fær úthlutað, langt innan við fimm tonnin. Hættan er því sú að hluti af þessum viðbótarkvóta verði ekki nýttur. Það hefði verið nær fyrir ráðherrann að úthluta skötuselskvótanum að stórum hluta til þeirra sem hafa stundað þessar veiðar að staðaldri, eins og hann er að gera í sambandi við makrílinn. Það hefði verið sanngirni í því núna þegar mjög erfitt og nánast útilokað er að kaupa kvóta á skötusel,“ segir Friðrik Magnússon.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is