Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Sunnudagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. apríl. 2010 09:04

Snæfell jafnaði stöðuna gegn Keflavík

Jeb Ivey í viðureign við Gunnar Keflvíking.
Allt annað var að sjá til Snæfellsliðsins í öðrum leik liðanna í Stykkishólmi í gærkveldi en í fyrsta leik útslitaeinvígis liðanna í IE-deildinni. Snæfell var miklu öflugra liðið og sló algjörlega út af borðinu spá margra körfuboltaspekinga að Keflavík myndi vinna viðureignina 3:0. Þvert á móti er ljóst að um hörkueinvígi verður að ræða og með öllu óljóst hvort liðið mun sigra næsta leik sem verður strax á morgun, í Keflavík. Mikið var að gerast hjá Hólmurum allan fimmtudaginn þar sem Jeb Ivey, leikstjórnandi sem fenginn var til að fylla skarð Sean Burton sem er meiddur, var í háloftunum allan daginn á leiðinni í Hólminn. Hann lenti á Stykkishólmsflugvelli klukkan 18:21 og var kominn í rauðan búning 18:40, eða hálftíma fyrir leik. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem lið skiptir um leikmann í lokaviðureign úrslitakeppni.

 

 

 

 

Snæfell tók strax frumkvæðið í leiknum og sérstaklega var það í öðrum leikhluta sem heimamenn tóku af skarið og náðu góðri forystu. Staðan í hálfleik var 54:39 og áfram héldu Snæfellsmenn uppi góðum leik í seinni hálfleiknum, vorum um tíma komnir með 30 stiga mun, þannig að á lokakaflanum gátu þeir leyft strákunum á bekknum að spreyta sig.

 

Sigurður Þorvaldsson átti frábæran leik í Snæfellsliðinu, var stigahæstur með 29 stig. Martins Berkis var líka mjög góður með 16 stig, sem og  Hlynur Bæringsson sem gerði 13 stig, tók 16 fráköst og átti sex stoðsendingar. Jeb Ivey skoraði 13 stig, átti fjórar stoðsendingar og spilaði hörkuvörn. Pálmi kom sterkur í leikstjórnandann og gaf átta stoðsendingar.

 

Hjá Keflvíkingum var Urule Igbavboa með 15 stig og 6 fráköst. Gunnar Einarsson skoraði 14 stig líkt og Sigurður Þorsteinsson.

 

Á myndinni er Jeb Ivey nýr leikmaður Snæfells í baráttu við Gunnar Einarsson leikmann Keflavíkur. Ljósm. Þorsteinn Eyþórss.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is