24. apríl. 2010 08:48
Snæfell og Keflavík léku í dag þriðja úrslitaleik sinn í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í meistaradeild karla í körfunni. Leikurinn, sem fór fram í Keflavík, var æsispennandi en lauk með fremur öruggum sigri Snæfells 100:85. Hólmarar höfðu reyndar forystu í leiknum allt frá því í fyrsta leikhluta. Staðan í einvígi liðanna er nú 2:1 fyrir Snæfelli sem getur því með sigri á mánudaginn á heimavelli landað titli. Þeir félagarnir Hlynur Bæringsson fyrirliði og Sigurður Þorvaldsson reyndust drýgstir í leiknum. Hlynur, var kosinn maður leiksins, setti 29 stig og tók 13 fráköst en Sigurður gerði 17 stig. Martin Berkis gerði 14 stig, nýliðinn Jeb Ivey 11 og Jón Ólafur 10.