Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Sunnudagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. apríl. 2010 09:01

Unnur á verðlaunapalli á Andrésar Andarleikunum

Einn stærsti íþróttaviðburður ungra skíðamanna hér á landi, Andrésar Andar leikarnir, fór fram í Hlíðarfjalli á Akureyri um liðna helgi.  Þar kepptu allir bestu skíðamenn landsins á aldrinum 6 - 15 ára.  Mörg hundurð keppendur voru mættir til leiks að þessu sinni í blíðskaparveðri.  Leikarnir voru settir miðvikudaginn 22. apríl og slitið á laugardegi. Borgnesingar áttu einn fulltrúa á leikunum en það er Unnur Ársælsdóttir, 14 ára nemandi í Grunnskólanum í Borgarnesi. Hún keppir fyrir ÍR þar sem ekkert skíðafélag er í Borgarbyggð.   Á fimmtudeginum keppti Unnur í stórsvigi og hafnaði í öðru sæti.  Hún keppti svo í svigi á laugardeginum en eftir mjög góða ferð hlekktist henni á rétt við markið og var þar með úr leik.  Óhætt er að fullyrða að árangur Unnar er eftirtektarverður fyrir þær sakir að æfingar hefur hún sótt um langan veg síðustu þrjú ár. 

Í vetur hefur ekkert verið hægt að æfa í Bláfjöllum vegna snjóleysis en þess í stað hefur verið æft fyrir norðan; á Akureyri, Siglufirði, Dalvík eða Skagafirði.  Unnur hefur frá því í desember verið að heiman við æfingar allar helgar nema þrjár. Til marks um hvað til þarf þá hefur hún setið í bíl í meira en 8.500 kílómetra leið til að sækja æfingar og keppni. Óhætt er að segja að það sé mikil þrautseigja hjá þessari ungu og efnilegu skíðakonu.   

 

Á myndinni eru systurnar Unnur og Margrét Ársælsdætur og má sjá stórsvigsbrautina í Hlíðarfjalli í baksýn.  Margrét, sem er 19 ára, var þarna að stíga á skíði í fyrsta skipti í 14 mánuði en hún slasaðist við æfingar á skíðum. Margrét er nemandi í Menntaskóla Borgarfjarðar og býr líkt og systir hennar í Borgarnesi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is