Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. apríl. 2010 07:01

Mok af þorski eftir hrygningarstoppið

Mokfiskerí hefur verið hjá stórum sem smáum bátum í Snæfellsbæ eftir að þeir fóru á sjó aftur eftir hrygningarstopp. Hafa dragnótarbátarnir verið að fá upp í 25 tonn eftir daginn og er landgrunnið frá Stykkishólmi vestur um að Öndverðarnesi fullt af þorski, í slíkum mæli að menn muna ekki eftir svona miklum afla eftir vorstopp. Setur þessi þorskveiði strik í reikninginn hjá flestum útgerðarmönnum sem eiga lítið eftir af kvóta. Nú virðist þorskur vera í miklu magni en athygli manna vekur að lítið er um ýsu á svæðinu þannig að erfiðara verður að gera meira úr kvótanum með því að veiða aðrar tegundir sem lítið virðist vera af. Réru sumir bátarnir því einungis einn dag í vikunni sem leið.

Smábátar hafa verið að fá ævintýranlega góðan afla og fréttist af bátum innan úr Stykkishólmi sem voru að fylla sig eftir nokkra tíma fyrir utan Hólminn og lönduðu sumir tvisvar yfir daginn. Á Arnarstapa á fimmtudaginn var voru hjónin Helgi og Kristín Þóra á Hafdísi SH að landa tveimur tonnum af vænum þorski um hádegisbilið. Fengu þau aflann rétt fyrir utan höfnina og var haldið á miðin strax að löndun lokinni. Sömu sögu var að segja af öðrum handfærabátum á Arnarstapa því þau hjónin voru ekki fyrr búin að sleppa landfestum en annar handfærabátur lagðist að með svipaðan afla og hélt hann síðan út aftur. Flestir aðrir handfærabátar sem gerðir eru út frá Arnarstapa lönduðu tvisvar þennan dag. Blíðskaparveður var á fimmtudaginn eins og meðfylgjandi mynd ber með sér.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is