Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. apríl. 2010 02:25

Brúin yfir Bláskeggsá vígð formlega

Vel á annað hundrað gesta lögðu leið sína inn í Hvalfjörð á sumardaginn fyrsta en þá fór fram formleg vígsla gömlu brúarinnar yfir Bláskeggsá, en hún er ofan við Hvalstöðina og Þyril. Áin er á mörkum jarðanna Litla-Sands og Þyrils. Auk þess var vígt upplýsingaskilti um brúna en að því er hægt að aka þaðan sem stuttur spölur er að brúnni. Það voru Kristján L. Möller samgönguráðherra og Hreinn Haraldsson vegamálastjóri sem vígðu brúna en endurgerð hennar var samvinnuverkefni Hvalfjarðarsveitar, Fornleifaverndar ríkisins og Vegagerðarinnar. Bláskeggsárbrú var byggð árið 1907 og var brautryðjendaverk, fyrsta steinsteypta brúin á Íslandi utan Reykjavíkur.

Hún var breikkuð og styrkt eftir að bílaöld rann upp og var í notkun fram til ársins 1951. Frá því á aldarafmæli brúarinnar hefur verið unnið að því að koma henni í sem næst upprunalegt horf og er því verki nú lokið.

Nánar verður sagt frá vígslunni og sögu brúarinnar í Skessuhorni sem kemur út á miðvikudaginn.

 

 

Styrkir
- 26.4.2010 15:29:04 Möllerinn hefur ekkert minnst á styrkjamál sín í vígsluræðunni?
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is