Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. apríl. 2010 08:04

Dalamenn telja breyttar reglur íþyngjandi

Sveitarstjórn Dalabyggðar er ósammála því sem ráðherra sveitarstjórnar- og samgöngumála hefur sett fram í greinargerð vegna nýrra fjármálareglna sveitarfélaga sem eru í undirbúningi. Þar er farið fram á ársfjórðungsleg skil upplýsinga úr bókhaldi sveitarfélaga. Í greinargerð með frumvarpinu er því haldið fram að þessi breyting um tíðari skil sveitarfélaga á gögnum hafi í för með sér óverulegan kostnaðarauka fyrir þau. Sveitarstjórn Dalabyggðar er þeirrar skoðunar að þetta kunni einmitt að hafa aukinn kostnað í för með sér fyrir fámennari sveitarfélög. Reglugerð ráðherra þurfi því að liggja fyrir jafnhliða þannig að hægt verði að leggja raunhæft mat á kostnað og aukið vinnuálag innan stjórnkerfis sveitarfélaganna í kjölfar lagabreytingarinnar.

 

 

Í greinargerð með frumvarpi ráðherra er tekið dæmi um að eftir bankahrun hafi verið leitað eftir upplýsingum úr bókhaldi sveitarfélaga. Sveitarfélögin hafi verið misdugleg að skila inn umbeðnum fjármálagögnum, enda hafi verið um valkvæð skil að ræða. Sveitarstjórn Dalabyggðar segir í umsögn sem send var til ráðuneytis í marslok að hafa beri í huga að stærð sveitarfélaga sé mismunandi. Möguleikar þeirra til að leysa umfram verkefni innan stjórnsýslunnar geti verið takmarkaðir. Þannig séu mörg minni sveitarfélög með einn til þrjá starfsmenn í vinnu á skrifstofum sínum.

 

„Kostnaður fyrir þessi sveitarfélög kann því að aukast, ekki síst ef endurskoðendur þurfa að koma að þessari vinnu. Skil sveitarfélaga á gögnum eftir bankahrunið voru íþyngjandi fyrir sum þessara sveitarfélaga. Það er mat okkar að þetta atriði spili stærra hlutverk en hvort skilin séu valkvæð eður ei. Allar fullyrðingar um að óverulegur kostnaður falli á sveitarfélögin geta því vart staðist. Ekkert er hægt að fullyrða um slíkt fyrr en reglugerð ráðherra liggur fyrir,“ segir í umsögn sveitarstjórnar Dalabyggðar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is