Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. apríl. 2010 03:44

Lífeyrissjóðirnir framsýnir í lánveitingu til Spalar

Gísli Gíslason stjórnarformaður Spalar segir ekkert benda til annars en það muni standast sem áætlanir gera ráð fyrir að félagið verði skuldlaust 2018 og þess vegna verði hægt að leggja niður veggjald um göngin. Breytingar á opinberum peningamarkaði í kjölfar efnahagshrunsins hafi þar ekki áhrif til lengingar gjaldtímans. Gísli þakkar það framsýni íslenskra lífeyrissjóða, að þeir sem stuðluðu að Hvalfjarðargöngum á sínum tíma geti nú horft yfir farinn veg býsna ánægðir með sín verk, en göngin voru fyrsta einkaframkvæmd á Íslandi sem lífeyrissjóðirnir fjárfestu í.

 

 

 

Mikið hefur verið í umræðunni að undanförnu aðkoma lífeyrissjóðanna vegna fjárfestinga og framkvæmda, svo sem í samgöngukerfinu og meira að segja hefur verið nefnd möguleg fjármögnun þeirra í byggingu nýs fangelsis í landinu. Ekki eru allir á eitt sáttir og sérstaklega er að heyra almenna óánægju landsmanna með þá fjárfestingarstefnu lífeyrissjóðanna, sem leitt hefur til þess að margir þeirra eru að nú að skerða greiðslur til sinna lífeyrisþega.

 

Nokkur blaðaskrif hafa orðið út af þessum málum og m.a. var því haldið fram í grein í einu dagblaðanna fyrir skömmu að okurvextir lífeyrissjóðalána hefðu valdið því að ekki væri búið að greiða upp lán vegna Hvalfjarðarganga og þar með afnema veggjaldið.

 

Gísli Gíslason stjórnarformaður Spalar hefur svarað þessum skrifum. Hann segir vexti lífeyrissjóða hafa verið á eðlilegum kjörum á þeim tíma sem þeir fjárfestu í Hvalfjarðargöngum.

„Ég þakka lífeyrissjóðum fyrir þeirra hlut og framsýni. Vextir á lánunum voru vissulega háir en lífeyrissjóðirnir þurftu eðlilega að tryggja vel hagsmuni sína og síns fólks. Aldeilis fráleitt er að kenna lánskjörin við okur. Fyrir Spöl skipti hins vegar meginmáli að lífeyrissjóðirnir skyldu sýna þá framsýni að brjóta ísinn og taka yfirleitt þátt í þessu mikla fjárfestingarverkefni. Afstaða þeirra hafði mikil og góð áhrif á aðra fjárfesta, ekki síst þá erlendu. Auðvelt er að færa rök fyrir því að án stuðnings forystumanna í íslensku lífeyrissjóðakerfi hefðu Hvalfjarðargöng tæplega orðið að veruleika á sínum tíma,“ segir Gísli. Hann segir upphaflegu lánin við lífeyrissjóðina reyndar fyrir löngu uppgreidd, en tilkomin ný lán vegna endurfjármögnunar sem gerð var á árinu 2005 og þar séu vextir afar hagstæðir, að sínu mati.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is