Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. apríl. 2010 11:01

Langtímaatvinnuleysi er að aukast

Á fyrsta ársfjórðungi 2010 voru að meðaltali 13.600 manns án vinnu og í atvinnuleit í landinu, eða 7,6% vinnuaflsins. Atvinnuleysi mældist 9,4% hjá körlum og 5,7% hjá konum. Þegar litið er til aldurs var atvinnuleysið mest meðal fólks á aldrinum 16-24 ára, eða 16,4%. Frá fyrsta ársfjórðungi 2009 til fyrsta ársfjórðungs 2010 fjölgaði atvinnulausum um 900 manns. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs var atvinnuleysi 8,6% á höfuðborgarsvæðinu en 5,9% utan þess.  Þeir sem hafa verið atvinnulausir í 12 mánuði eða lengur eru skilgreindir sem langtímaatvinnulausir. Á fyrsta ársfjórðungi 2010 höfðu um 2.500 manns verið atvinnulausir svo lengi, eða um 18,1% atvinnulausra, en voru á sama tímabili 2009 um 600 manns. Atvinnulausir teljast þeir sem ekki hafa atvinnu í viðmiðunarviku könnunarinnar, eru að leita að vinnu og geta hafið störf innan tveggja vikna eða hafa fengið vinnu sem hefst innan þriggja mánaða.   Í gær voru 546 skráðir án atvinnu á Vesturlandi, 289 karlar og 257 konur. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is