Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Laugardagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. apríl. 2010 05:27

Sóðaakstur í sumarbyrjun

Á myndbandi á heimasíðu Spalar er nú upptaka frá því á sumardaginn fyrsta þar sem tekin er mynd af því þegar ölvaður ökumaður ók á vegrið við hlið gjaldskýlis Hvalfjarðarganganna. Grindverkið er úr 2½ tommu rörum sem steypt voru niður og við hana festar stífur, skrúfaðar niður með alls átta ½ tommu stálboltum. Sex boltar brotnuðu en tveir drógust upp við höggið. Kassinn ofan á rörinu við hliðina á grindinni er radar, sem notaður var til að lengdarmæla bíla í gjaldhliðina. Á myndinni má sjá þegar radarinn þeyttist fram fyrir bílinn sem er við gjaldskýlið og var mildi að brakið lenti ekki á viðskiptavini sem verið er að afgreiða í lúgu.

Starfsmenn Spalar áætla að jeppanum, Mitsubishi Pajero, hafi verið ekið á a.m.k. 70 km hraða og auðvelt er að ímynda sér hvað þarna hefði getað gerst af jeppinn hefði lent aftan á bílnum við gjaldskýlið og/eða á sjálfu gjaldskýlinu. Ökumaðurinn var stöðvaður af lögreglu skammt frá Borgarnesi. Hann reyndist ölvaður og var að sjálfsögðu sviptur ökuréttindum á staðnum.

 

Sjá myndbandið HÉR

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is