27. apríl. 2010 02:37
Þessa dagana er verið að prufukeyra vélar nýrrar fóðurverksmiðju Líflands á Grundartanga sem byrjað var að byggja í sumarbyrjun á síðasta ári. Framleiðsla mun hefjast í verksmiðjunni innan skamms en fyrir helgina var skipað upp á Grundartanga fyrsta hráefnisfarminum til verksmiðjunnar.