28. apríl. 2010 08:04
Að undanförnu hafa ríflega 120 starfsmenn af öllum starfsstöðvum Heilbrigðisstofnunar Vesturlands setið á daglöngum fræðslu- og endurmenntunarfundum á Akranesi í ólíkum greinum. Leiðbeinendur voru ýmist fagfólk HVE eða Landspítala. Einn hópur fjallaði um klínískar leiðbeiningar um líknarmeðferð og meðferðarferli fyrir deyjandi. Þá héldu allir læknaritarar HVE fræðslufund um sameininguna á Vesturlandi, samræmda sjúkraskrá og breytingar í ljósi rafrænnar tækni. Starfsmenn eldhúsa á HVE hlýddu á fyrirlestra um þróun fæðis og þjónustu og ráðleggingar um mataræði og fæðuval. Loks komu sjúkraflutningamenn saman á reglubundið endurmenntunarnarnámskeið sem haldið var í tveimur hópum. Þetta er í fyrsta skipti sem efnt er til fræðsludaga af þessu tagi eftir sameiningu heilbrigðisstofnana á Vesturlandi.
Heimild: sha.is