Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Laugardagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. apríl. 2010 11:10

Mótmæla því að samkomusal verði breytt í íbúðir

Á vegum Borgarbyggðar er fyrirhugað að gera breytingar á fjölbýlishúsinu að Borgarbraut 65a í Borgarnesi, þar sem íbúðir eldri borgara eru. Á efstu hæð hússins hefur frá upphafi verið samkomusalur sem félög eldri borgara hafa haft aðgang að. Hyggst sveitarfélagið nú láta breyta salnum í tvær íbúðir og hafa þegar verið unnar teikningar að þeim breytingum. Eldri borgararáð Borgarbyggðar er ósammála þessari ráðagjörð eins og lesa má um í fundargerð félagsins frá því á mánudaginn.

Í erindisbréfi Eldri borgararáðs Borgarbyggðar segir m.a: “Eldri borgararáð Borgarbyggðar er sveitarstjórn til ráðgjafar og skal sveitarstjórn hafa við það samráð um málefni eldri borgara. Edri borgararáð getur komið ábendingum til sveitarstjórnar um allt það er betur kann að fara er varðar málefni eldri borgara.” Á fundi í stjórn Eldri borgararáðs lýsti stjórnin furðu sinni yfir að fyrirhugaðar breytingar á Borgarbraut 65a skuli ekki hafa verið kynntar fyrir íbúðareigendum í húsinu og samþykkis þeirra aflað.

 

Á fundinum kynnti Kristján Finnur Kristjánsson, verkefnisstjóri framkvæmdasviðs Borgarbyggðar, væntanlegar framkvæmdir. Kom fram í máli hans að ekki þætti mikil notkun á salnum og sér í lagi skiluðu sér nánast engar tekjur af honum. Þá sagði hann mikla þörf fyrir félagslegar íbúðir og þá ekki síst á þessu svæði.

 

“Það er ámælisvert að ekki hefur verið haft samband við íbúa að Borgarbraut 65a né heldur við stjórn Félags eldri borgara í Borgarnesi og nágrenni,” segir í fundargerð Eldri borgararáðs, sem samþykkti eftirfarandi tillögur: “Eldriborgararáð beinir þeim eindregnu tilmælum til sveitarstjórnar Borgarbyggðar að þegar verði kynntar fyrirhugaðar breytingar á rishæð Borgarbrautar 65a fyrir íbúðareigendum í húsinu og stjórn Félags eldri borgara í Borgarnesi og nágrenni. En það félag hefur haft afnot af rishæðinni frá upphafi. Jafnframt telur ráðið eðlilegt að ekki verði unnið við frekari framkvæmd hugmyndarinnar fyrr en samþykki ofangreindra aðila liggur fyrir.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is