Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Týsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. apríl. 2010 11:17

Bæjarstjórn afturkallar kosningar um hundahald

Tillaga framkvæmdaráðs um nýjar reglur varðandi hunda- og kattahald á Akranesi var lögð fyrir bæjarstjórn til fyrri umræðu í gær. Jafnframt lagði framkvæmdaráð til að samþykkt bæjarstjórnar frá því í vetur um að kosið yrði um leyfi til hundahalds samhliða sveitarstjórnarkosningum nú í vor verði felld úr gildi. Samþykkti bæjarstjórn þessi tilmæli og verður því ekki kosið um hundahaldið í vor.

Jón Pálmi Pálsson framkvæmdastjóri Framkvæmdastofu sagði að tillaga að nýjum reglum um hundahaldið hafi verið unnin í nánu samstarfi við nýstofnað Félag hundaeigenda á Akranesi. Tekið hafi verið mið af reglum Reykjavíkurborgar um hundahald og grundvallarbreyting frá fyrri reglum á Akranesi væri að nú yrði hundahald leyft í stað þess að áður var það bannað með undanþágu.

Eftir sem áður yrði þó fólk að sækja um leyfi fyrir að halda hund, en öll afgreiðsla um þessi mál ætti að verða fljótari og skilvirkari en áður með flutningi málaflokksins frá bæjarstjórn til framkvæmdaráðs. Jón Pálmi segir að í nýju reglunum sé skerpt á ýmsum atriðum varðandi hundahaldið, svo sem að fjöldi hunda væri takmarkaður við tvo á hvert heimili.

 

Jón Pálmi segir að enn sé frestur til athugasemda við þessar tillögur og þær eigi eftir að koma til seinni umræðu í bæjarstjórn áður en þær verða svo tilkynntar til ráðuneytis. Samhliða nýjum reglum um hundahald eru endurnýjaðar reglur um kattahald og almennt búfjárhald. Þá hafi farið fram endurskoðun á vinnureglum um úthlutun á slægjustykkjum og umgegnisreglur um beitarland í eigu bæjarins. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is