28. apríl. 2010 12:47
Fjórflokkurinn svokallaði; Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Vinstri hreyfingin grænt framboð, sem bjóða fram til sveitarstjórna um land allt, hefur gert með sér samkomulag um að takmarka auglýsingakostnað í aðdraganda sveitarstjórnakosninganna í vor. Samkomulagið felur í sér að heildarkostnaður hvers flokks verði ekki hærri en 11 milljónir króna að viðbættum virðisaukaskatti á tímabilinu frá 29. apríl til 29. maí í ljósvakamiðlum, netfjölmiðlum og dagblöðum sem koma út á landsvísu. Þetta er rúlega 20% lægri upphæð en miðað var við fyrir alþingiskosningarnar á síðasta ári. Jafnframt er samkomulag um að Creditinfo hafi eftirlit með framkvæmdinni. Samkomulagið felur ekki í sér neinar takmarkanir á auglýsingum í héraðsfréttablöðum.