28. apríl. 2010 03:01
Á Akranesi býr Svanhildur Anna Sveinsdóttir sem næstu daga mun verða fyrsti Akurnesingurinn sem fær blindrahund sér til aðstoðar. Að fá slíkt hjálpartæki er ekki hrist fram úr erminni á einum degi og valið er vandað þegar kemur að því að velja saman hund og manneskju. En saga Svanhildar Önnu er nokkuð lengri og fyrir mörgum árum óraði hana ekki fyrir því að til þess að komast um utan dyra myndi hún þurfa aðstoð. Hún á fjóra stráka. Þrír eru vaxnir úr grasi og fluttir að heiman, en einn býr enn heima, en Svanhildur er einstæð móðir. Hún er með samsetta fötlun, í raun daufblind, þótt hún sjálf vilji ekki nota það neikvæða orð. En auk þess býr hún við skert jafnvægisskyn.
Sjá viðtal við þessa sannkölluðu hvunndagshetju á miðopnu Skessuhorns sem kom út í dag.