Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Laugardagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. apríl. 2010 07:01

ORF Líftækni hefur byggræktun í Borgarfirði

Frá gróðurhúsi ORF í Grindavík.
Nýsköpunarfyrirtækið ORF Líftækni hyggst í sumar tvöfalda ræktun sína á erfðabreyttu byggi til að anna aukinni eftirspurn eftir afurðum fyrirtækisins. Í sumar mun hluti byggræktunar fyrirtækisins fara fram í 2700 fermetra gróðurhúsi að Sólbyrgi í Reykholtsdal, en ræktunin fékk nýlega starfsleyfi Umhverfisstofnunar og leyfi sveitarfélagsins fyrir ræktuninni.   “Byggið sem ræktað verður í Borgarfirðinum myndar í fræum sínum verðmætt prótein sem m.a. er ætlað til notkunar í snyrtivörur. Stærstur hluti aukinnar framleiðslu er til að mæta aukinni eftirspurn meðal erlendra viðskiptavina í snyrtivöruiðnaðinum.

Samhliða aukinni framleiðslu mun dótturfyrirtæki ORF Líftækni, Sif Cosmetics, einnig á næstu vikum markaðssetja nýja og byltingarkennda húðdropa sem þróaðir hafa verið í samvinnu við fremstu vísindamenn landsins á sviði próteintækni, húðlækna og erlend snyrtivörufyrirtæki. Um er að ræða fyrstu vöru fyrirtækisins fyrir almennan neytendamarkað,” segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.

 

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is