Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Laugardagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. apríl. 2010 10:01

Vesturland tekur þátt í ferðasýningunni Íslandsperlum

Ferðablað landshlutans kemur út á morgun.
Ferðasýningin Íslandsperlur verður haldin í Perlunni í Reykjavík helgina 1. – 2. maí.  Að Íslandsperlum standa markaðsstofur landshlutanna í ferðaþjónustu í samstarfi við Ferðaþjónustu bænda, Opinn landbúnað og Beint frá býli. Á sýningunni verður gestum boðið að ganga “hringinn í kringum landið” og fá smjörþefinn af því besta sem ferðalöngum stendur til boða í sumar. “Hvort sem þú hefur áhuga á fugla-, sela-, eða hvalaskoðun, gönguferðum um fjallið eða fjöruna, heimsækja söfn og sýningar, golfvelli, skíðasvæði, heilsulindir, tjaldsvæði eða blómlega bæi þá finnurðu örugglega eitthvað sem laðar,” segir í fréttatilkynningu um sýninguna.

Markaðsstofa Vesturlands og nokkrir ferðaþjónustuaðilar munu standa fyrir kynningu fyrir hönd landshlutans. Þar verður dreift 100 síðna kynningarritinu Ferðablaðið Vesturlandi 2010 sem Skessuhorn ehf. gefur út í ritstjórn Jóhönnu Harðardóttur. Það blað kemur einmitt úr prentun á morgun, föstudaginn 30. apríl. Auk þess verður á svæði Vesturlands fjölskyldan höfð í öndvegi þar sem verkefnið “Saga og Jökull á Vesturlandi” verður kynnt. 

 

Saga er níu ára stelpa, sem ferðast mikið með foreldrum sínum.  Eitt sinn þegar fjölskyldan var á ferðalagi, birtist álfastrákurinn Jökull og þau Saga hafa síðan lent í ýmsum ævintýrum á Vesturlandi.  Á hverjum stað fá börn á aldrinum 6 – 12 ára eina sögu um Sögu og Jökul og í veglega möppu geta þau safnað öllum sögunum og stimplum fyrir hverja heimsókn.  Þegar búið er að koma á fimm staði, fær barnið litla gjöf og svo aftur þegar stimplarnir eru orðnir tíu.  Saga og Jökull á Vesturlandi er svokallað Gáttaverkefni sem er tveggja ára vöruþróunarverkefni í menningartengdri ferðaþjónustu, styrkt af Iðnaðarráðuneyti, Ferðamálastofu og Impru á Nýsköpunarmiðstöð Íslands, auk þess sem Háskólinn á Hólum er samstarfsaðili.  Að verkefninu standa 10 aðilar víðsvegar á Vesturlandi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is