Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Laugardagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. apríl. 2010 01:16

Kvótinn að verða búinn

Mokveiði hefur verið hjá dragnótarbátum í Snæfellsbæ og vegna kvótaskorts eru dagarnir fáir á sjó. Sveinbjörn Jakobsson SH 10 var að landa 10 tonnum á þriðjudaginn og var það þriðji dagurinn á sjó í apríl. Egill skipstjóri og útgerðarmaður sagði að það yrði stoppað fram að mánaðamótum vegna kvótaleysis og að restin yrði tekin í maí svo strákarnir hefðu eitthvað kaup þá. Sömu sögu er að segja af flestum hinna dragnótarbátanna sem hafa einnig farið þrjá róðra í apríl og taka svo restina í maí. Steinunn SH hefur reyndar farið sex róðra og sem dæmi um fiskeríið þá tóku þeir í vikunni rúm 80 tonn á þremur dögum og var uppistaðan þorskur. “Einn til þrír róðrar í viku er einsdæmi. Að fara á sjó á mánudegi og fara svo í helgarfrí á meðan allt er fullt af fiski er grátlegt,” var samdóma álit þeirra skipverja sem fréttaritari ræddi við.

Útlit er fyrir að næsta vertíð verði svipuð vegna skerðingar á aflaheimildum en óttast menn að ýsukvótinn verði skorinn enn frekar niður. Var sú ákvörðun stjórnvalda fyrir nokkrum árum að auka ýsukvótann í 90 þúsund tonn glórulaus á sama tíma og hólf voru opnuð og veiði inn á fjörðum var leyfð og stærð undirmáls ýsunnar lækkuð. Óttast menn að nú sé afleiðingin af þessu að koma í ljós þar sem lítið af ýsu virðist vera á svæðinu ef ekki algert hrun í stofninum. Því er hætta á að næsta vertíð verði ekki svipur hjá sjón hjá kvótalitlum útgerðum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is