Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Mánadagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. apríl. 2010 02:55

Tími einkavinavæðingar ætti að vera liðinn

Í kjölfar fréttaflutnings Morgunblaðsins í dag, þar sem fjallað er um sölu á bújörð einni á Suðurlandi sem seld var út úr Íslandsbanka án auglýsingar, hefur stjórn Samtaka ungra bænda séð sig knúna til að láta frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu: “ Stjórn Samtaka ungra bænda fordæmir vinnubrögð Íslandsbanka við sölu á jörðinni Skáldabúðum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og telur að staðið hafi verið að sölunni með mjög vafasömum hætti. Tímar klíkuskapar og einkavinafyrirgreiðslu innan bankanna ætti að vera liðinn. Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis sem birt var nýverið kemur fram að starfsemi íslensku bankanna allt frá einkavæðingu þeirra hafi oft á tíðum verið verulega vafasöm. Svo virðist sem starfsfólk og yfirstjórn bankastofnanna á Íslandi ætli ekki að láta það efnahagshrun sem dundi yfir okkur íslendinga sér að kenningu verða.

Í stað þess halda bankarnir ó trauðir áfram á braut spillingar og siðleysis, skorar því stjórn Samtaka ungra bænda á bankanna standa heiðarlega að sölu þeirra eigna sem vera kann að bankarnir muni selja í framhaldi af uppgjöri þrotabúa, að allar eignir muni fara í gagnsætt og sanngjarnt söluferli en ekki úthlutað til vildarviðskiptavina með verulegum afsláttum eins og virðist vera í þessu tilviki. Vinnubrögð sem þessi munu ekki vera til þess fallinn að styrkja byggð í sveitum landsins né heldur efla nýliðun í landbúnaði.”

 

Því má við þetta bæta að í dag óskaði Ásmundur Einar Daðason, alþingismaður VG, eftir því að fram færi sameiginlegur fundur viðstkiptanefndar og sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar til að ræða málefni skuldugra bænda. Það yrðu kallaðir til forsvarsvarsmenn viðskiptabankanna og að þeir geri grein fyrir þeim vinnubrögðum sem viðhöfð eru í þessum málum og fulltrúar bænda fari yfir sýn þeirra á málinu. Þá óskaði Ásmundur Einar eftir því að fulltrúi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins kynni hvaða aðgerðir eða frumvörp séu í vinnslu af hálfu ráðuneytisins vegna bænda í fjárhagserfiðleikum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is