Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Laugardagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. apríl. 2010 03:10

Starfsemi Sementsverksmiðjunnar tryggð með auknu hlutafé

“Starfsemi Sementsverksmiðjunnar á Akranesi hefur verið tryggð með nýju hlutafé frá Björgun ehf. og norska sementsframleiðandanum Norcem AS og fjárhagslegri endurskipulagningu með aðkomu Arion banka og Lýsingar. Björgun og Norcem leggja strax fram 120 milljónir króna sem nýtt hlutafé og verða fyrirtækin aðaleigendur verksmiðjunnar. Björgun og Norcem skuldbinda sig einnig til þess að leggja allt að 50 milljónum króna viðbótahlutafé til verksmiðjunnar síðar á árinu." Í tilkynningu frá verksmiðjunni segir að mikill samdráttur hefur orðið í byggingariðnaði frá hruni bankanna. “Rekstur Sementsverksmiðjunnar hefur því verið afar erfiður. Nýtt hlutafé tryggir áframhaldandi sementsframleiðslu á Íslandi og ver þau 130 störf sem verksmiðjan skapar. Áætlanir stjórnenda verksmiðjunnar gera ráð fyrir því að sementsframleiðsla aukist á ný árið 2012.”

 

 

Gunnar H. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar, segir nýtt hlutafé mikið fagnaðarefni fyrir starfmenn verksmiðjunnar, byggingariðnaðinn og íslenskt samfélag. „Það er mikilvægt að halda gjaldeyrissparandi framleiðslu í landinu, viðhalda tækniþekkingu og varðveita fjölda starfa,“ segir Gunnar. Arion banki og Lýsing eru minnihlutaeigendur í Sementsverksmiðjunni og stefna á að selja hlut sinn innan tveggja til þriggja ára.

 

Eins og fram kom í frétt í Skessuhorni í gær er nú unnið að því að kveikja upp í gjallofni verksmiðjunnar og fer framleiðsla á sementi af stað í næstu viku. Ofnstopp hefur verið síðan í október, eða í sex og hálfan mánuð. Er það lengsta stopp í sögu verksmiðjunnar.

Gjaldþrota??
- 29.4.2010 23:59:35 Nýtt hlutafé þýðir þá væntanlega að fyrirtækið hafi verið orðið gjaldþrota? Var eitthvað afskrifað í bönkunum?
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is