Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Laugardagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. apríl. 2010 09:01

Fjólubláa ljósið í Búðardal 1. maí

Laugardagskvöldið 1. maí verður slegið upp söngskemmtun á Bjargi, veitinga- og gististaðnum í Búðardal. Þangað munu félagarnir Ragnar Bjarnason og Þorgeir Ástvaldsson frumflytja dagskrá á heimaslóðum þess síðarnefnda. Að sögn Vilhjálms Ástráðssonar veitingamanns á Bjargi munu þeir Raggi og Þorgeir frumflytja dagskrá sem þeir kalla “Söngur grín og gleði með Ragga Bjarna og Þorgeiri Ástvalds.”

“Þessir víðförlu menn munu segja óformlega sögu dægurlaga og skemmtana á Íslandi um áratuga skeið, en samanlögð reynsla þeirra á þessum miðum er um eitt hundrað ár, svo af nógu er að taka. Þeir fóru saman um margra ára skeið um landið í Sumargleðinni á síðustu öld og undanfarin ár hafa þeir verið að rifja upp gömlu góðu dagana í léttum dúr við geysigóðan orðstýr og vinsældir,” segir Villi.

Raggi er af kynslóð Presley-rokksins en Þorgeir af bítlakynslóðinni. “En í samstarfi okkar er ekkert kynslóðabil - engir stjörnustælar,” sagði Þorgeir í samtali við Skessuhorn. “Við munum búa til góða stemningu og skemmtun og fara með sögur sem langt í frá allar eru lygasögur,” bætti hann við.

 

Skemmtunin í Búðardal verður eins og fyrr segir að kvöldi baráttudags verkalýðsins, eftir kvöldmjaltir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is