Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Laugardagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. apríl. 2010 08:01

Foreldrar og börn af öllu Vesturlandi komu saman í Holti

Mikil breyting verður á högum fólks þegar það eignast fatlað barn. Margir foreldrar fatlaðra barna, sérstaklega barna sem eiga við svipaða fötlun að stríða, hafa myndað með sér formleg eða óformleg samtök. Á Vesturlandi eru til að mynda 14 einstaklingar á barna- og unglingsaldri sem flokkast undir Down syndrome einkenni. Foreldrar þeirra hafa haft það fyrir reglu að hittast annað slagið með börnin, gera sér glaðan dag yfir góðu kökuborði og við leik barnanna. Þessi hópur hittist núna á sumardaginn fyrsta í Holti fyrir ofan Borgarnes, þar sem starfrækt er skammtímavistun og sumarbúðir.  Þetta var í sjötta skiptið sem hópurinn hittist og oftast hefur hann komið saman á heimilum skjólstæðinganna. Ekki hefur þó verið um reglulegan „hitting“að ræða og til að mynda var þetta í fyrsta skiptið sem sumardagurinn fyrsti er nýttur í þessu tilefni.

 

 

Blaðamaður Skessuhorns kíkti í heimsókn í Holt og hitti þar börnin og foreldrana sem eru af öllu Vesturlandi. Mætingin var góð eins og jafnan og til að mynda voru þrjár fjölskyldur úr Snæfellsbæ, ein úr Stykkishólmi og ein úr Dölum. Einnig var von á fjölskyldu frá Reykhólum sem hefur verið duglega að mæta, en þar er fimmtándi skjólstæðingurinn í hópnum.

 

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is