Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Mánadagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. apríl. 2010 02:14

Voru aðeins skrefi frá hundrað þúsund dollurum

Hljómsveitin Endless Dark, sem vann undankeppni alþjóðlegu hljómsveitakeppninnar „Global Battle of the Bands“ hér á landi, fór til London nýlega þar sem lokakeppnin fór fram. Höfnuðu þessir snæfellsku drengir í 2. sæti keppninnar. Yfir 30 hljómsveitir voru skráðar í keppnina frá hinum ýmsu löndum en vegna öskufalls frá Eyjafjallajökli í háloftunum þá komust aðeins 20 bönd til Englands. Daníel Hrafn Sigurðsson trommuleikari sagði í símaviðtali við Skessuhorn að þetta hafi verið erfið en góð ferð og að það hafi tekið þá strákana 18 tíma að komast til Englands.

“Við fórum til Bolton daginn eftir keppnina og tókum þar upp tónlistarmyndband í stúdíói við lagið Cold Heart December. Var það gert til að eiga þegar platan okkar kemur út en það verður eftir nokkra daga. Við vorum búnir að taka plötuna upp en útgáfan fer í bið þar sem mjög stórt nafn í útgáfubransanum hefur sýnt okkur mikinn áhuga og kemur það í ljós bráðlega hvað verður, það er allt að gerast,“ sagði Daníel, en strákarnir unnu myndbandið með liðsinni umboðsaðila úti í Bretlandi.

Með strákunum í för var Franz Gunnarsson umboðsmaður keppninnar hér á landi og sagði hann að keppnin hefði farið fram á einu kvöldi. „Þetta var eitt úrslitakvöld og spilaði hver hljómsveit tvö lög. Var dómnefndin skipuð fólki úr bransanum, útgefendur, blaðamenn og tónlistarfólk frá ýmsum löndum. Strákarnir voru svakalega góðir og áttu alveg skilið að vinna en það var hljómsveit frá Kína sem varð í efsta sæti en engin verðlaun voru fyrir annað sætið. Svolítið súrt að vera einu sæti frá 100 þúsund dollurum, tónleikaferðalagi um Bretland og 10 tímum í stúdío. Ekki slæm verðlaun það, en þeir ættu að geta nýtt sér annað sætið því athyglin sem þeir fengu var gríðarlega mikil og áhugi margra í bransanum fyrir þeim að sama skapi. Svo var þetta besti árangur íslenskrar sveitar í þessari keppni hingað til,“ sagði Franz.

 

Það má með sanni segja að árangur strákanna í Endless Dark sé glæsilegur og að framtíðin sé björt hjá þeim. Sveitina skipa bræðurnir Atli, Egill og Viktor Sigursveinssynir, Hólmkell Leó Aðalsteinsson, Daníel Hrafn Sigurðsson og Guðmundur Haraldsson, en hann er frá Grundarfirði. Allir hinir strákarnir eru úr Snæfellsbæ.

 

Á Youtube má sjá strákana spila lagið Cold heart december í keppninni á vefslóðinni:

http://www.youtube.com/watch?v=RNdeKBjvX_w

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is