Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Laugardagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. apríl. 2010 04:15

Segir hina heimsku hönd hagræðingarinnar ráða för

Nýlega varð ljóst að háhraðatengingu lýkur þremur mánuðum fyrr en gert var ráð fyrir í fyrstu áætlunum, það er í ágústmánuði en ekki í desember. Dalamenn verða síðastir í röð sveitarfélaga á Íslandi til að fá háhraðatenginu, en hana fá þeir í gegnum 3G senda. Aðeins eru sextán mánuðir síðan meginsvæði Dala komst í GSM-samband og enn eru stór svæði í Dölum án ADSL-sambands, en 3G á að koma í stað þeirrar háhraðatengingar.  Grímur Atlason sveitarstjóri Dalabyggðar segir að vissulega sé það ánægjulegt að verkinu skuli miða hraðar en áætlanir gerðu ráð fyrir. „Það breytir því ekki að skipulagning og fyrirkomulag þessarar vinnu er gagnrýniverð og eiginlega fyrir neðan allar hellur. Hvað stjórnar því hvar svæði lenda í röðinni virðist algjörlega háð tilviljunum og slembirökum. Að jafn þéttbýlt bændasamfélag og Dalabyggð skuli vera síðast í röðinni er mér algjörlega huglin ráðgáta.“

 

 

Grímur sem gjarnan talar um „hina heimsku hönd hagræðingarinnar,“ segir að þarna hafi hún verið að verki, að vertakar hafi ekki sett upp 3G senda þegar þeir ruddu sér leið upp á fell og heiðar fyrir jólin 2008 er GSM-sendarnir voru settir upp. Þá hafi um leið Laxárdalurinn verið skilinn eftir utan GSM-svæðis, sem sé líka með öllu óskiljanlegt einkanlega frá öryggissjónarmiðum, enda þar um mikil umferð svo sem flutningabíla á öllum tímum sólarhrings.

 

„Nú þarf aftur að kalla út flokk og senda upp á Sauðafellið og önnur fell og ryðja þar leiðir upp með tilheyrandi kostnaði. Þarna virðist hugmyndafræðin að spara aurinn og kasta krónunni hafa tekið öll völd. Þetta er hin heimska hönd hagræðingarinnar,“ segir Grímur Atlason.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is