Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. maí. 2010 10:58

Vesturland er hluti af Íslandsperlum um helgina

Ferðasýningin Íslandsperlur fer fram í Perlunni í Reykjavík um þessa helgi.  Að sýningunni standa markaðsstofur landshlutanna í ferðaþjónustu í samstarfi við Ferðaþjónustu bænda, Opinn landbúnað og Beint frá býli. Sýningin var faglega upp sett og góð og full ástæða til að mæla með því að fólk geri sér ferð og skoði hana. Þar sem Perlan er í laginu eins og hún er, það er hringlaga inni, er gestum boðið að ganga hringinn í kringum landið þar sem hver landshluti á fætur öðrum hafði sína kynningu. Þar fá gestir smjörþefinn af því sem í boði verður í sumar á vettvangi ferðaþjóna.  Markaðsstofa Vesturlands í samstarfi við nokkra ferðaþjónustuaðila heldur uppi merkjum Vesturlands í höfuðborginni um helgina.

Þau kynna helstu nýjungar, svo sem ævintýraferðalag þeirra Sögu og Jökuls, sem er svokallað Gáttaverkefni, vöruþróun í menningartengdri ferðaþjónustu til tveggja ára, samstarf nokkurra ferðaþjónustustaða á Vesturlandi. Ferðablaðið Vesturland 2010 kom út í gær og er það helsta kynningarefni landshlutans á sýningunni.

 

Sjá nánar umfjöllun um sýninguna í næsta Skessuhorni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is