Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. maí. 2010 09:01

Míla semur við Telnet um þjónustu á Vesturlandi

Starfsmenn Telnets á Vesturlandi
Nýlega gerðu fjarskiptafyrirtækin Míla og Telnet á Akranesi samstarfssamning sem felur í sér að Telnet sér nú um víðtæka þjónustu við fjarskiptakerfi Mílu á Vesturlandi, allt frá Hvalfirði til Þorskafjarðar. Á svæðinu eru þéttbýlisstaðirnir Akranes, Borgarnes, Stykkishólmur, Ólafsvík, Grundarfjörður, Hellissandur, Búðardalur og Reykhólar. Auk þjónustu á sviði viðhalds og viðgerða á fjarskiptakerfinu tekur Telnet einnig þátt í uppbyggingu á háhraðanetsverkefni Símans og Fjarskiptasjóðs, þar sem markmiðið er að tryggja öllum landsmönnum öfluga háhraðatengingu. Hlutverk Mílu og Telnets felst í að koma á sambandi og útvega línur til verkefnisins, skipta út búnaði og leggja nýjar línur á svæðinu svo fátt eitt sé nefnt. Er Telnet m.a. með starfsstöð í Stykkishólmi, þar sem fyrrum starfsmaður Mílu annast nú hin nýju verkefni Telnets á Snæfellsnesi. 

Míla hefur nú samið við fagmenn á ýmsum stöðum á landsbyggðinni til þess að sinna grunnþjónustu fyrirtækisins þar. “Dæmi um slíkt er samstarf Mílu og Telnets, en hjá fyrirtækinu liggur mikil og verðmæt þekking á sviði þjónustu, nýlagna og viðhalds síma- og fjarskiptakerfa. Fyrirtækið var stofnað árið 2006 og hjá því eru fjórir starfsmenn. Telnet annast nú m.a. allar nýlagnir, tengingar og viðgerðir á svæðinu frá Hvalfirði til Þorskafjarðar fyrir Mílu, sem sinnir áfram uppbyggingu á fjarskiptanetinu sjálfu, viðhaldi þess og bilanagreiningum svo eitthvað sé nefnt. Starfsmenn samstarfsaðila Mílu fá alla nauðsynlega þjálfun hjá Mílu,” segir í tilkynningu frá fyrirtækjunum.

 

Sjálfsagður þáttur daglegs lífs

"Fjarskipti og hvers konar rafræn samskipti eru órjúfanlegur, sjálfsagður og eðlilegur þáttur í daglegu lífi okkar. Þróun fjarskipta hefur verið ótrúlega hröð á síðustu árum. Rétt rúmlega hundrað ár eru liðin síðan Ísland tengdist umheiminum með sæstreng sem lagður var til Seyðisfjarðar. Þá hófst uppbygging rit- og síðar talsímakerfis um land allt. Risastökk var tekið í fjarskiptum almennings fyrir 15 árum þegar GSM kerfið var tekið í notkun. Nú eru skráð GSM símanúmer á landinu um 370 þúsund, töluvert fleiri en íbúar landsins og það segir sitt um hvað við erum háð nútíma fjarskiptum. Það sem eitt sinn þóttu tæknileg undur þykja nú sjálfsagðir og eðlilegir hlutir. Öll þau miklu fjarskipti, rafrænu samskipti og sú fjölbreytta afþreying, sem möguleikar tækninnar veita okkur, kalla á umfangsmikið, hraðvirkt og skilvirkt samskiptanet.

 

Þróun  í 100 ár

Fáir gera sér grein fyrir því að undirstaða fyrir GSM dreifikerfi, sjónvarp og útvarp og reyndar önnur fjarskiptakerfi svo sem ADSL og fastlínukerfið er öflug flutningskerfi Mílu. Þessi kerfi hafa verið í stöðugri uppbyggingu síðustu hundrað árin en þau byggja á koparlínum sem ná inn á hvert einasta heimili, fyrirtæki og stofnun í landinu, ljósleiðurum í jörðu og örbylgjusambandi í lofti. Rekstur, viðhald og uppbygging fjarskiptanetsins er í umsjá Mílu sem tók við kerfinu fyrir nær þremur árum árum. Starfsemi Mílu byggir á aldagömlum grunni og reynslumiklum starfsmönnum sem sjá fjarskipta-, síma- og afþreyingarfyrirtækjum fyrir aðstöðu og dreifileiðum um net ljósleiðara og koparstrengja sem tengja saman byggðir landsins og landið við umheiminn. En Míla er ekki einvörðungu órjúfanlegur og um leið ósýnilegur hluti af daglegu lífi okkar á sviði samskipta og afþreyingar því fyrirtækið er einnig mikilvægur hlekkur í öryggisfjarskiptum landsins í lofti, á láði og legi."

 

Úr fréttatilkynningu frá Mílu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is