Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. maí. 2010 06:27

Mannbjörg þegar eldur kviknaði í húsi á Hellissandi

Lögregla kannar eldsupptök. Ljósm. sig.
Slökkvilið Snæfellsbæjar var kallað út klukkan þrjú síðustu nótt. Þá lagði mikinn reyk frá húsi númer 18a við Hellisbraut á Hellissandi. Húsið er gamalt járnklætt timburhús. Íbúarnir, sem höfðu vaknað við reykskynjara, náðu að gera viðvart og voru komnir út þegar slökkviliðsmenn kom á staðinn. Reykkafarar náði fljótt tökum á eldinum og reykræstu húsið. Töluverðar skemmdir urðu á húsinu. Það skiptist í svefnherbergisálmu með þremur svefnherbergjum og aðra álmu með stofu, eldhúsi og baðherbergi. Kom eldurinn upp við eldavél að því að talið er og er sú álma hússins talin ónýt. Slökkviliðsstjóri segir ótvírætt að reykskynjarar hafi bjargað mannslífum í þessum bruna.

Systkinin María, Edda Bára og Júlíus Sveinbjörnsbörn voru í fastasvefni í húsinu þegar eldurinn kom upp. Vöknuðu þau upp við vondan draum þegar reykskynjarinn í svefnherbergisálmuni fór að pípa. “Ég hélt fyrst að þetta væri vekjarinn í símanum mínum en þegar ég áttaði mig betur fann ég megna brunalykt. Stökk þá á fætur og vakti systkini mín og við hlupum öll út,” sagði Edda Bára um þessa óþægilegu lífsreynslu sína. “Maður er enn i sjokki og ég titra öll,” bætti hún við.

Þær systur þurftu að fara inn í húsið aftur til að athuga með bróður þeirra sem skilaði sér ekki út. Hafði hann þá verið lagstur aftur í rúmið og greinilega verið orðinn ringlaður af reyknum í húsinu. “Þetta er ömurleg lífsreynsla,” sagði María og bætti við að þau hefðu upplifað þetta áður sem börn þegar kviknaði í heimili þeirra á Hellissandi. Þakkaði hún reykskynjaranum lífsbjörgina en María var í heimsókn hjá systkinum sínum um helgina.

 

Svanur Tómasson slökkviliðsstjóri sagði í samtali við Skessuhorn að útkallið hafi komi klukkan 2:58. Þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn hafi verið mikill reykur og hiti í húsinu og mikinn reyk lagt frá því.  “Það voru sendir inn tveir reykkafarar sem slökktu eldinn sem kraumaði í eldhúsinu og gekk það starf vel. Síðan var húsið reykræst en það er alveg klárt að reykskynjarinn bjargaði mannslífum í þessu tilviki,” sagði Svanur. Slökkvistarfi lauk klukkan 4:30.  Lögregla hefur í dag rannsakað eldsupptök. Talið er líklegt að kviknað hafi í út frá helluborði og gleymst hafi að slökkva á einni hellunni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is