Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. maí. 2010 11:41

Besta byggðastefnan að hafa góða vegi

Víða er ástand vega í lamasessi og mun ekki batna samkvæmt samgönguáætlun.
Samgöngunefnd Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi boðaði þingmenn Norðvesturkjördæmis á fund 21. apríl síðastliðinn til að ræða stöðu og framtíð vegamála í landshlutanum. Að sögn Davíðs Péturssonar formanns nefndarinnar hafa menn einkum áhyggjur af því að vegna fjárskorts í samgönguáætlun muni vegir sem þegar hafa verið lagðir drabbast niður í viðhaldsleysi. “Til marks um fátæktina hefur ráðherra nú einungis ráðstafað 98 milljónum króna til héraðsvega, viðhalds þeirra og endurbóta, á þessu ári á landinu öllu. Hér eru á sjötta þúsund kílómetrar af safn,- tengi- og þjóðvegum og það sér það hver maður að þeir munu fara í svað fyrst ekki á að halda þeim við, með tilheyrandi skerðingu á umferðaröryggi.

Runólfur Ólafssson hjá FÍB tók saman fyrir okkur tölur um tekjur ríkissjóðs af bíleigendum og eru þær áætlaðar 42 milljarðar árið 2010. Af þeim tekjum fara einungis 28 milljarðar til nýframkvæmda, viðhalds, jarðgangagerðar og reksturs Vegagerðarinnar. Mismunurinn er því um 14 milljarðar sem ríkið er ekki að skila í beinum tekjum til viðhalds og endurbóta á vegakerfinu. Svo eru menn í öðru orðinu að tala um að standa vörð um byggðir landsins, en skera á sama tíma niður allt viðhaldsfé til vega. Besta byggðastefnan er fólgin í góðum samgöngum en þau sjónarmið virðast vera komin ofan í skúffu,” sagði Davíð Pétursson.

 

Nánar verður fjallað um samgönguáætlun og nýframkvæmdir í vegagerð á Vesturlandi í Skessuhorni næsta miðvikudag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is