Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. maí. 2010 01:52

Svanhildur komin með leiðsöguhundinn Exó sér við hlið

Svanhildur Anna Sveinsdóttir á Akranesi, sem var í viðtali í Skessuhorni í síðustu viku vegna sjónskerðingar og annarar fötlunar, fékk í dag sérþjálfaðan blindrahund. Þetta er jafnframt fyrsti blindrahundurinn sem kemur í bæjarfélagið og því er afar mikilvægt að íbúar læri að taka tillit til þeirra í umferðinni á næstunni. Hundurinn Exo er fimm ára gamall svartur labradorhundur. Hann hefur reyndar áður komist á síður Skessuhorns því fyrri umráðamaður hans var Alexander Hrafnkelsson úr Stykkishólmi sem var orðinn nær blindur fyrir nokkrum árum en fékk töluverða sjón aftur eftir vel heppnaða augnaðgerð og var því ekki áfram háður aðstoð leiðsöguhunds. Alexander þurfti því að skila hundinum sem í vetur hefur verið í endurþjálfun hjá Drífu Gestsdóttur hundaþjálfara Blindrafélagsins.

Svanhildur Anna segist spennt fyrir þeim breytingum sem nú verði hjá henni samhliða því að fá Exó inn á heimilið og sér til aðstoðar í gönguferðum. “Ég er samt pínulítið stressuð og kannski óörugg af því að ég þarf að læra svo margt. Þó ég þekki hunda frá því ég var í sveit er þetta ólíkt því að vera með gæludýr. Ég er samt bjartsýn og hlakkar til,” segir Svanhildur Anna sem næstu daga verður á ferðinni ásamt Exó og Drífu hundaþjálfara því sú síðarnefnda mun fylgja þeim í hálfan mánuð til aðstoðar og þjálfunar. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is