Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. maí. 2010 08:01

Aukin lýsing enda á milli í göngunum

Í lok síðustu viku var lokið við tvöfaldun raflýsingar í Hvalfjarðargöngum til þæginda og öryggis fyrir vegfarendur. Nú lýsa alls 753 lampar í göngunum og bregða birtu yfir akbrautirnar enda á milli. Verkefnið hefur verið umfangsmikið og var framkvæmt í þremur áföngum á jafnmörgum árum. Síðasta áfanga verksins lauk í síðustu viku þegar göngin voru lokuð í fjórar nætur frá miðnætti til klukkan sex að morgni.

Þessi næturlokun er annars árlegur viðburður í rekstri ganganna, tími viðhalds og hreingerninga. Þá dytta menn að tækjabúnaði, ryksuga, þvo og hressa upp á málningu umferðarmerkinga á ökuleiðum. Í tilkynningu á heimsíðu Spalar segir að „öskudagarnir,“ sem Eyjafjallafjallajökull kallaði óvænt yfir heimsbyggðina, hefðu getað sett strik í reikninginn hjá Spalarmönnum varðandi áformaða hreingerningar- og viðhaldsviku.

Ef til dæmis Keflavíkur- og Reyjavíkurflugvöllur hefðu lokast í lengri tíma og Akureyrarflugvöllur þá þjónað millilandaflugi á meðan, hefði ekki gengið að loka Hvalfjarðargöngum um nætur. En þetta slapp, segja Spalarmenn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is