Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. maí. 2010 08:01

Aldrei fór ég neitt!

South Lane Basement Band er nafn hljómsveitar sem æfir nú af kappi fyrir tónleika 8. maí næstkomandi, en tónleikarnir hafa fengið nafnið “Aldrei fór ég neitt!” Nafnið á skýrskotun bæði til ónefndrar tónlistarhátíðar vestur á fjörðum en einnig til þess að margir hljómsveitarmeðlima hafa verið þaulsetnir á Skaganum frá unga aldri. Tónleikar þessir fara fram í Gamla Kaupfélaginu við Kirkjubraut.  “Nafn hljómsveitarinnar á sér skýringu. Við strákarnir áttum allir heima á sömu slóðum á Suðurgötunni og nágrenni og komum saman til að iðka músík í kjallaranum hjá Kalla Bjarna. Við erum allir á svipuðum aldri. Þegar Kalli flutti vestan úr Eyjahreppi, um fermingu, þá kunni hann að spila á harmónikku. Þangað leituðum við hinir með hljóðfærin okkar. Þarna eigum við rætur og nafn bandsins dregur nafn sitt frá þessum tíma,” segir Jón Trausti Hervarsson, en hann ásamt félögum sínum, nokkrum úr hljómsveitinni Dúmbó, en fleiri góðum drengjum einnig, æfa nú prógramm fyrir tónleikana næsta laugardag.

“Við fengum hinn magnaða söngvara Magna Ásgeirsson til að æfa lög sem við höfðum lengi haft hug á að flytja einhvern tímann og tók hann vel í það. Þetta verður Soul- og Bluestónlist, að mestu leyti ættuð frá Memphis, þaðan sem flest lögin koma, meðal annars í flutningi Otis Redding og James Brown. Þetta verður í tónleikaformi en að loknum þeim ætlum við að slá upp balli í Sixties anda, spilum gömul rokklög og smá “bítl.” Við lofum léttri sveiflu og góðri stemningu enda magnaður hópur á ferðinni,” sagði Jón Trausti. Á ballinu munum þau Steini (Sigursteinn Hákonarson) og Valgerður Jónsdóttir syngja með hljómsveitinni. “Þetta verður kjörið tækifæri fyrir alla aldurshópa til að slá sér upp í tjútti og tralli,” segir Jón Trausti að endingu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is