Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. maí. 2010 02:03

Styttist í skóflustungu fyrir hótelbyggingu á Skaganum

Forsvarsmenn Langasands ehf. sem í nokkur misseri hafa undirbúið byggingu hótels í grennd golfvallarins á Akranesi segjast nú sjá fram á að ljúka fjármögnun verkefnisins. Væntanlega verði skóflustunga að hótelinu tekin núna í sumar og framkvæmdir hefjist áður en það er á enda. „Við erum það bjartsýnir að byrjað er á burðarþols- og lagnateikningum. Við höfum látið það bíða þangað til séð væri fyrir endann á fjármögnun,“ segir Ragnar Már Ragnarsson sem stendur að Langasandi ehf. ásamt bróður sínum Guðmundi Agli Ragnarssyni matreiðslumanni og Jóni Þór Sturlusyni hagfræðingi.

Nánar er fjallað um væntanlega hótelbyggingu í Skessuhorni sem kom út í dag.

Bærinn með í þessu?
- 5.5.2010 14:55:09 Er það rétt að Akranesbær leggi fé í þetta? hvaða vit er í því að byggja hótel nú þegar ferðaiðnaðurinn er að hrynja vegna eldgoss. Er þessi Jón Þó Sturluson sami hagfræðingur og var aðstoðarmaður viðskiptaráðherra þegar bankakerfið hrundi?
Spurningar vakna
Sæti bæjarstjórans á lista Sjálfstæðisflokksins...
Er þetta verðið sem bæjarstjórinn borgar fyrir að Ragnar víki sæti fyrir hann á lista Sjálfstæðisflokksins....???? Heyrst hefur að kostnaðurinn sé 70 milljónir sem koma úr vasa bæjarbúa, á sama tíma og verið er að skera niður út um allan bæ.......
Bæjarbúar í þunglyndiskasti
- 6.5.2010 12:50:59 Ja hérna hér! Loksins þegar góðar, spennandi og uppbyggilegar fréttir berast úr bæjarlífinu þá eru ofangreind viðbrögð alveg hreint með ólíkindum. Mér finnst nú eiginlega nærtækast að óska þessum kjarkmiklu og dugandi drengjum velfarnaðar í verkefninu og vona svo sannarlega að þetta gangi upp hjá þeim. Hvað höfum við Akurnesingar ekki oft vælt yfir því að eiga ekki hótel til að hýsa gestkomandi í? Eða almennilegan samkomusal sem tekið getur við eins og einni 150 manna árshátíð?? Ég held að það séu svona úrtölumenn og konur eins og tjað hafa sig hér að ofan sem eru að tala þunglyndi og kreppu í landann. Nú er kominn tími til að sjá fyrir sér bjartari framtíð með hækkandi sól! Til hamingju Skagamenn með að eiga menn sem þora!
Svarið spurningum
það er ekki réttlætanlegt að bæjarsjóður sé að leggja fé í hótelbyggingu á Akranesi. Á sama tíma er einn af þeim sem standa fyrir þessu í framboði fyrir sjálfstæðisflokkinn. Bara alls ekki. Ef það er rétt að spillingarpésinn Gísli Einarsson sé að troða sér í fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins og Ragnar víki þá er mikil ólykt af þessu.
Spillingarplott
- 6.5.2010 14:00:09 Eiga nú bæjarbúar að blæða 70 milljónum úr sjóðum sínum svo sjálfstæðismaðurinn, golfáhugamaðurinn og kokkurinn Egill Ragnarsson geti gert gæluverkefni sitt um hótel við golfvöllinn sinn að veruleika? Og bróðir hans Ragnar sem líka er sjálfstæðismaður og háttsettur yfirmaður hjá Akranesbæ selur fimmta sæti sitt til Gísla bæjó fyrir 70 milljónir svo þremenningaklíka Gunnars, Karenar og Gísla geti áfram haft tögl og haldir á bæjarstjórnarlista Sjálfstæðisflokksins á Akrnesi.Erum við fólk sem stutt hefur Sjálfstæðisflokkinn á Akranesi algerir fábjánar eða á að láta þetta yfir okkur ganga eina ferðina enn? Nógu erfitt að verja Sjálftæðisflokkinn þessa dagana þó þetta bætist ekki við.
Sjálfstæðiskjósandi
@bæjarbúar í þunglyndiskasti.
Það er ekkert að því að framkvæmdaglaðir menn reisi sér hótel uppá golfvelli, en það er alger firra að bæjarsjóður eigi að taka þátt í því á þann hátt sem gert er, sérstaklega á tímum þegar börnin okkar eru send heim úr skólanum á miðjum degi vegna þess að ekki eru til peningar til forfallakennslu. Sæti bæjarstórans á lista íhaldsins er að kosta bæjarsjóð 70 milljónir.....!!!!!
yndislegt
- 6.5.2010 19:39:49 Sjálfstæðismenn á Akranesi græða á daginn með sjálftöku úr sameiginlegum sjóði bæjarbúa. Þetta er ekki eina dæmið um það. Svo grilla þeir bara á kvöldin. Eitthvað svo sætt alltsaman og rosalega mikið 2007.
smá jákvæðni
Ég varð nú bara hissa að lesa flest þessara kommenta hér að ofan. Ég held nú alveg að ferðamannaiðnaðurinn lifi af þetta gos. þó svo að útlendingunum fækki eitthvað tímabúndið vegna gossins þá eru íslendingar sjálfir nú duglegir að ferðast um landið sitt. Það er alveg ljóst að það vantar gistirými, veislusali og aukna atvinnumöguleika fyrir fólk hér á Akranesi. Þetta verkefni væri bara uppbyggjandi og atvinnuskapandi fyrir bæinn og ekki veitir af á tímum sem þessum. Mér skilst á greininni eins og hún er í blaðinu að bærinn muni koma að þessu m.þ.a. leggja til landið en EKKI "borga" 70 miljónir beint úr bæjarsjóði, eins og sumir vilja skilja þetta. Ég hef nú aldrei kosið Sjálfstæðisflokkinn, en mér er sama hvaðan gott kemur og skil ekki af hverju þarf að blanda pólitíkinni inn í þetta og vona að hún muni ekki skemma þetta ágæta verkefni. Með von um smá jákvæðni og bjartsýni
Er ekki allt í lagi?
- 7.5.2010 09:53:36 Hvernig stendur á því að fólk fær að vera með svona staðreyndar villur á þessu álitasvæði? Ég get ekki betur séð en að það sé verið að tala um að bærinn leggi ekki beint pening í þetta verkefni heldur komi gjöld af húsinu upp í sem greiðsla frá bænum. " Gísli S Einarson bæjarstjóri sagði að það sem rætt var um varðandi aðkomu Akraneskaupstaðar að málinu væri að kaupstaðurinn greiddi fyrir þessa aðstöðu gólfklúbbsins með andvirði leyfisgjalda sem annars ættu að renna til kaupstaðarins fyrir byggingunni, þannig að um bein peningaútgjöld yrðu ekki að ræða" Hvað er að því að bærinn komi að þessu verkefni með þessum hætti? Á þeim tímum sem við lifum í þá veitir ekki af því að fá verkefni í bæinn og það kemur fram í greininni hjá Ragnari að það munu skapast við þessa framkvæmd 15-20 störf á með byggingu stendur og ekki veitir og sennilega margir sem þola meiri vinnu á Akranesi. Hættið nú þessar niðurrifsstarfsemi og farið að einbeita ykkur að því sem kemur okkur vel, áframhaldandi neikvæðni setur okkur í enn verri stöðu og það viljum við ekki. Hlakka til að fá þetta hótel í nágrenið og sjá líf færast í þennan sofandi bæ.
Íbúi í Jörundarholti Akranesi
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is