Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. maí. 2010 09:01

Hyggur á stofnun verslunar með notaðan barnafatnað

„Hugmyndin kviknaði í gegnum frumkvöðlanám sem ég sótti og Vinnumálastofnun og Símenntunarmiðstöð Vesturlands stóðu fyrir. Við vorum sex konur saman í hópi og fyrst var ég að skoða það að vera með sölusíðu inni á Barnalandi. Út frá henni kviknaði þessi hugmynd en ég var líka búin að frétta af versluninni Blómabörnum í Hafnarfirði sem er á svipuðum nótum og ég er að hugsa. Ég ætla reyndar að verða með fatnað fyrir stærri hóp barna, það er alveg upp í tíu ára aldur,“ segir Thelma Sjöfn Hannesdóttir sem á næstunni ætlar að opna verslun á Akranesi þar sem til sölu verður notaður barnafatnaður og ýmsar aðrar vörur sem tengjast ungum börnum og barnauppeldi.

 

 

Thelma hefur að undanförnu verið að auglýsa eftir notuðum varningi og hafa viðbrögð verið mjög góð. „Ég er komin með fulla stofu af fatnaði og ýmissi vöru sem tengist börnum, svo sem leikgrindum, gjafapúðum og burðarpokum. Ég er eiginlega hætt að taka við núna, þetta er komið nóg í bili. Ég er að þvo fatnaðinn núna, allt verður að vera hreint áður en það fer í sölu.“

Thelma Sjöfn segist stefna að því að opna í þessum mánuði og núna sé einmitt verið að vinna í húsnæðismálunum. Hún segir að maður sinn Guðmundur Sveinsson standi í þessum undirbúningi með sér. Þau eiga þrjú börn, sex ára dreng og tvíbura stelpu og strák sem verða þriggja ára í ágústmánuði. „Ég er búin að vera meira og minna heimavið síðustu sex árin og lítið verið úti á vinnumarkaðnum. Tvíburarnir eru núna komnir á leikskóla, þannig að mig langaði að komast út að vinna. Þetta verður áreiðanlega góð tilbreyting,“ segir Thelma Sjöfn Hannesdóttir.

Skemmtilegt framtak
- 7.5.2010 01:27:48 Flott framtak..og gangi ykkur vel með þetta.
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is