Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. maí. 2010 01:01

Skallagrímsgarður í frímerkjaröð

Skrúðgarðar er útgáfuröð 10 frímerkja Íslandspósts tileinkuðum 10 mikilvægustu almenningsgörðum eða skrúðgörðum á Íslandi í ljósi garðlistasögunnar. Í ár koma út 3 frímerki í þessari útgáfuröð. Þetta eru garðarnir Jónsgarður á Ísafirði, Hellisgerði í Hafnarfirði og Skallagrímsgarður í Borgarnesi. Frímerkin þrjú hannaði Hany Hadaya grafískur hönnuður.  Ungmennafélagið Skallagrímur og Kvenfélag Borgarness stóðu í upphafi, eða í kringum 1930, að framkvæmdum í Skallagrímsgarði með fulltingi hreppsnefndar Borgarneshrepps. Þegar fram í sótti hætti ungmennafélagið afskiptum af garðinum og tók kvenfélagið alfarið við honum um 1938. Garðurinn er nú fallegur skrúðgarður með stórum trjám og fjölbreytt blómskrúð. Fyrir nokkrum árum afhenti Kvenfélagið sveitarfélaginu garðinn til eignar og hefur sveitarfélagið séð um rekstur og framkvæmdir þar síðan. Í garðinum er haugur Skallagríms Kveldúlfssonar og listaverkið Óðinshrafninn sem er eftir Ásmund Sveinsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is