Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. maí. 2010 02:43

Hrossaflensan komin um allt

„Allsstaðar þar sem hross eru á húsi er þessi veiki komin um allt, hvort heldur er í hesthúsunum í Borgarnesi, á Mið-Fossum eða á Akranesi. Um útiganginn vitum við ekkert. Þessi pest er væg þó bráðsmitandi sé og einkennin mismunandi í hrossunum. Hún gengur tiltölulega fljótt yfir og það er um að gera að hvíla hrossin vel í tvær til þrjár vikur og hafa þau á húsi með góðri loftræstingu þannig að þeim líði vel. Ekki hleypa þeim út fyrr en þau verða orðin góð,“ segir Gunnar Gauti Gunnarsson héraðsdýralæknir Borgarfjarðar- og Mýrasýslu í samtali við Skessuhorn.

 

 

 

Gunnar segir að sér vitandi sé ekki búið að greina smitið eða rækta það, en ljóst að um miklu vægari sjúkdóm sé að ræða en hrossasóttina sem geysaði fyrir nokkrum árum og hross drápust úr. Hann segir í raun lán í óláni að flensan gangi þetta hratt yfir, svo sem með tilliti til Landsmóts hestamanna, en engu að síður sé ljóst að hún muni setja strik í reikninginn varðandi þátttöku hrossa í mótinu. Hann segir þessa flensu ekkert eiga skylt við hestainflúensu sem stundum hefur geysað erlendis og sem betur fer hefur ekki borist til landsins, því þá væri hætt við felli, sérstaklega ef það gerðist yfir háveturinn.

Einkenni þessarar hrossaflensu segir Gunnar mjög mismunandi. Yfirleitt sé þetta nefrennsli sem hjá sumum hrossum fari út í þykkni og grænt slím. Sum fái hósta, önnur ekki, og sum hitavellu meðan önnur sleppi við hana. Í mörgum tilfellum verði lystin minni hjá hrossunum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is