Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. maí. 2010 11:08

Ágreiningur um framkvæmdir sem tengjast hótelbyggingu

Á fundi bæjarráðs Akraness í gær var lagður fram samningur vegna aðkomu Akraneskaupstaðar að hótelbyggingu Langasands ehf á lóð við golfvöllinn, en þar er áætlað að golfklúbburinn Leynir fái aðstöðu. Einnig var á fundi bæjarráðs kynntur samningur við golfklúbbinn Leyni um byggingu nýrrar vélageymslu við golfvöllinn en á lóðinni sem hótelbyggingunni er ætlað að rísa á er núverandi vélageymsla klúbbsins. Áætlað er að bygging nýrrar vélageymslu kosti 16-17 milljónir króna, en ekki er gert ráð fyrir þeirri framkvæmd í fjárhagsáætlun bæjarins. Ágreiningur er um þessa samninga í bæjarráði. Hrönn Ríkharðsdóttir fulltrúi Samfylkingar gerði bókun varðandi báða samningana og óskaði eftir frekari upplýsingum. Varðandi fyrirhugað hótel spurðist Hrönn fyrir um rekstraráætlun og ýmsa hluti varðandi fjármögnun framkvæmdarinnar, svo sem skilyrði Byggðastofnunar um aðkomu bæjarins að hótelbyggingunni.

 

 

Í bókun sinni vegna samnings um byggingu vélageymslunnar telur Hrönn hann ganga þvert á samhljóða samþykkt bæjarstjórnar frá 27. apríl síðastliðnum um starfshóp vegna uppbyggingar íþróttamannvirkja. Hún spurðist meðal annar fyrir um hver hafi gert umræddan samning fyrir hönd bæjarins um byggingu vélaskemmunnar, en hann mun hafa verið undirritaður á svæði Leynis 1. maí, sama dag og samningur við hestamenn um lagfæringu reiðvallar var undirritaður á Æðarodda. Bæjarráð samþykkti að leggja báða samningana fyrir bæjarstjórn og bæjarstjóra falið að afla umbeðinna upplýsinga og senda til bæjarfulltrúa.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is