Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. maí. 2010 11:41

Kynna sumarstörf fyrir 800 námsmenn

Niðurrif gamall girðinga er meðal verkefna námsmanna í sumar.
Í dag verður kynnt áætlun um 800 ný störf fyrir námsfólk í sumar.  Mikill skortur hefur verið á sumarstörfum vegna efnahagsástandsins og forsvarsmenn námsmanna hafa lýst þungum áhyggjum vegna þess. Nú um helgina verða svo í dagblöðum auglýst störf fyrir ungt fólk. Meðal starfa sem í boði verða má nefna tíu sumarstörf við örnefnaskráningu og gróðurkortagerð og verður Landmælingum Íslands á Akranesi falið að hafa umsjón með því verkefni. Þá verða ýmis önnur og ólík störf í boði. Nefna má sem dæmi niðurrif úreltra sauðfjárveikivarnagirðinga, rannsókn á áhrifum eldfjallaösku á flugvélahreyfla, þáttagerð hjá Ríkisútvarpinu, viðhald á veðurstöðvum og grisjun þjóðskóga. Samkvæmt frétt mbl.is í dag verða það þeir Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra og Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar sem kynna verkefnið um 800 sumarstörf fyrir námsmenn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is