Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. maí. 2010 03:02

Segja nýtt háskólasjúkrahús ekki ógna sjúkrahúsum á landsbyggðinni

Fulltrúar verkefnisstjórnar ásamt framkv.stj. HVE
Verkefnisstjórn um byggingu nýs háskólasjúkrahúss í Reykjavík hélt nýverið kynningarfund á Akranesi um væntanlega sjúkrahússbyggingu Landspítalans í Reykjavík. Þar kynntu Gunnar Svavarsson formaður verkefnisstjórnar, Gyða Baldursdóttir hjúkrunarfræðingur og Jóhannes Gunnarsson læknisfræðilegur verkefnisstjóri nýs háskólasjúkrahúss þetta risavaxna verkefni. Hópurinn hefur nú þegar haldið nokkra sambærilega kynningarfundi á landsbyggðinni, meðal annars einn í Stykkishólmi. Hafa þeir verið haldnir vegna töluverðrar tortryggni sem gætt hefur í garð verkefnisins, að sögn þremenninganna. Margir hafa orðið til að halda því fram að þegar nýtt háskólasjúkrahús verður risið á lóðinni við Hringbraut í Reykjavík þá verði næsta skref stjórnvalda að loka sjúkrahúsum í næsta nágrenni, meðal annars á Reykjanesi, Selfossi og Akranesi. Verkefnisstjórnin þvertekur fyrir að slíkt komi til álita og sagði Gunnar Svavarsson meðal annars:

“Landspítalinn hefur ekki hag af því að landsbyggðarsjúkrahúsum verði lokað. Með nýjum Landspítala er ekki verið að fjölga sem neinu nemur sjúkrarýmum í Reykjavík, heldur er verið að koma á fót vel búnu þjóðarsjúkrahúsi og færa rekstur Landspítalans í betra horf en nú er mögulegt.”

 

Sjá ítarlega frásögn af fundinum í Skessuhorni sem kom út sl. miðvikudag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is