Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. maí. 2010 01:17

Óbundnar kosningar verða í Dalabyggð í vor

Ráðhús Dalabyggðar.
Enginn framboðslisti barst yfirkjörstjórn Dalabyggðar fyrir tilskilinn frest, sem rann út á hádegi í dag. Bjarni Ásgeirsson formaður yfirkjörstjórnar Dalabyggðar sagði í samtali við Skessuhorn að samkvæmt kosningalögum verði því kosið óbundinni kosningu, eða skokallað persónukjör. Í slíkum kosningum eru allir íbúar sem náð hafa tilskildum aldri í kjöri að undanskildum þeim sem setið hafa í sveitarstjórn og óska formlega eftir því að vera ekki í kjöri. Eiga þeir rétt á að skorast undan því jafn langan tíma og þeir hafa setið í sveitarstjórn. Að sögn Bjarna hefur nú þegar Þórður Ingólfsson læknir tilkynnt kjörstjórn bréflega að hann nýti þennan rétt sinn að verða ekki í kjöri 29. maí næstkomandi. Samkvæmt heimildum Skessuhorns gætu fleiri sitjandi sveitarstjórnarfulltrúar átt eftir að fara að fordæmi Þórðar. Við síðustu sveitarstjórnarkosningar voru þrír listar í kjöri í Dalabyggð og náðu þeir ýmist tveimur eða þremur mönnum í sveitarstjórn. Við þjóðaratkvæðagreiðsluna 6. mars sl. voru 513 á kjörskrá í Dalabyggð.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is